Jólakveðja FVH
- FVH

- Dec 22, 2025
- 2 min read
FVH óskar félagsfólki gleðileg jól og þakkar fyrir skemmtilegar stundir á árinu sem er að líða.

Á árinu hélt félagið 11 viðburði og fór um víðan völl.
Við byrjuðum árið á fræðslufundi um rafmyntir með Daða frá Visku og Kjartani frá Myntkaup, því næst veittum við Rannveigu Sigurðardóttir fráfarandi varaseðlabankastjóra nafnbótina heiðursfélagi FVH.
Við töluðum við Svönu Gunnars, Hrönn Greipsdóttur og Davíð Símonarson um Vísifjárfestingar og Eyjólf Magnússon frá atNorth um gagnaver.
Við fengum Lindex hjónin í viðskiptaspjall og Maríu Björk forstjóra Símans einnig.
Við veittum Arion banka titilinn Þekkingarfyrirtæki ársins og Ásdísi Kristjánsdóttur nafnbótina hagfræðingur ársins.
Haustið byrjaði af krafti með Fjárhagslegu sjálfstæði með þeim Gunnari Dofra, Kolbeini og Anítu frá Fortuna Invest og að lokum var það Jón Sigurðsson forstjóri Stoða sem kom til okkar í Viðskiptaspjall.
Félagsfólk getur áfram treyst því að félagið mun ávallt leitast við að vera með fjölbreytta dagskrá og það að vera í FVH er að vera í góðum félagskap til að vita meira.
Þann 3. desember slógum við botn í árið með Jólaglögg fyrir félagsfólk FVH. Aðventan er annasöm hjá flestum, en við vildum gefa okkar fólki tækifæri til að staldra aðeins við og njóta huggulegrar samveru.
Um var að ræða notalega jólastund þar sem markmiðið var að spjalla saman, slaka á og njóta líðandi stundar áður en jólatörnin skylli á.
Við fengum skemmtilega heimsókn frá Árna Helgasyni, nýjasta rithöfundi landsins, lögfræðingi og uppistandara, sem las upp úr bókinni sinni Aftenging — sem margir spá að verði jólabók ársins. Stjórnarmenn hafa nú lokið lestri á bókinni og geta með sanni sagt að hér sé um að ræða þrælskemmtilega skáldsögu með grípur lesanda frá fyrstu blaðsíðu og fær okkar bestu meðmæli.
Á boðstólnum var að sjálfsögðu Jólaglögg frá Kryddhúsinu, dásamlegar jólakræsingar frá Duck&Rose og konfektmolar frá Nóa Síríus sem sköpuðu réttu hátíðarstemninguna.
Félagið þakkar viðstöddum fyrir komuna og öllum þeim sem tóku þátt í starfinu á líðandi ári fyrir samveruna og góðar stundir!
















Comments