top of page

Rannveig Sigurðardóttir kjörin Heiðursfélagi FVH

Writer's picture: FVHFVH

Fé­lag viðskipta- og hag­fræðinga hef­ur kosið Rann­veigu Sig­urðardótt­ir, frá­far­andi vara­seðlabanka­stjóra pen­inga­stefnu, heiðurs­fé­laga FVH. Með kjör­inu eru Rann­veigu þökkuð henn­ar störf á sviði hag­vísi í efna­hags­lífi Íslands en einnig fyr­ir ein­stakt fram­lag sitt til fé­lags­ins.

Anna Margrét Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri FVH, Rannveig Sigurðardóttir og Telma Eir Aðalsteinsdóttir, varaformaður FVH.
Anna Margrét Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri FVH, Rannveig Sigurðardóttir og Telma Eir Aðalsteinsdóttir, varaformaður FVH.
„Rann­veig lauk ný­lega störf­um hjá Seðlabank­an­um eft­ir tæp­lega 25 ár í starfi. Við þetta til­efni fannst stjórn Fé­lags viðskipta- og hag­fræðinga við hæfi að heiðra þessa áhrifa­miklu konu í ís­lensku efna­hags­lífi sem ávallt hef­ur gefið sér tíma til að styðja við fé­lags- og fund­ar­störf FVH með þátt­töku á viðburðum fé­lags­ins en óhætt er að full­yrða að hún sé sá viðmæl­andi sem hef­ur oft­ast tekið þátt í viðburðum fé­lags­ins síðastliðin ár.” seg­ir Anna Mar­grét Stein­gríms­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri FVH.

Rann­veig Sig­urðardótt­ir er hag­fræðing­ur með um­fangs­mikla reynslu í efna­hags­mál­um og pen­inga­stefnu. Hjá Seðlabank­an­um gegndi hún ýms­um ábyrgðar­stöðum, þar á meðal sem aðstoðarfram­kvæmda­stjóri hag­fræði- og pen­inga­stefnusviðs og rit­ari pen­inga­stefnu­nefnd­ar. Hún var einnig staðgeng­ill aðal­hag­fræðings bank­ans.


Í júlí 2018 var Rann­veig skipuð aðstoðarseðlabanka­stjóri til fimm ára. Við sam­ein­ingu Seðlabanka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins 1. janú­ar 2020 varð hún vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu. Rann­veig hef­ur setið í pen­inga­stefnu­nefnd frá stofn­un henn­ar 2009 en næsta stýri­vaxta­ákvörðun nefnd­ar­inn­ar verður tek­in þann 5. fe­brú­ar n.k.


Í störf­um sín­um fyr­ir pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans lagði Rann­veig áherslu á að upp­lýs­ing­ar um áhrifa­valda við vaxta­ákvörðun nefnd­ar­inn­ar yrðu aðgengi­leg­ar og sett­ar fram á skilj­an­leg­an máta fyr­ir al­menn­ing m.a. í greinagóðum fund­ar­gerðum nefnd­ar­inn­ar og á blaðamanna­fund­um í kjöl­far vaxta­ákvörðunar.


Um Viðskiptaspjallið við Rannveigu ritar Telma Eir, varafomaður:


Þriðja viðskiptaspjall FVH Félag viðskipta- og hagfræðinga og Vinnustofa Kjarval fór fram í vikunni en einnig voru þar afhent heiðursverðlaun FVH. Viðmælandinn í þetta skipti var Rannveig Sigurðardóttir, fráfarandi varaseðlabankastjóri peningastefnu, en hún lauk nýverið störfum hjá bankanum eftir rétt tæplega 25 ára starf.

Starfstímabil Rannveigar spannar ótrúlega tíma í íslensku efnahagslífi og var starfið í raun aldrei það sama þar sem atburðir í þjóðfélaginu höfðu svo mótandi áhrif á verkefnin. Margt var nokkuð viðbúð, svo sem samdráttar og þennslu tímabil, en COVID 19 kom mest á óvart og erfiðast var að spá fyrir um næstu skref.

Rannveig sat 124 af 125 fundum peningastefnunefndar eftir stofnun hennar árið 2009 (hún missti aðeins af einum fundi og hefur því tekið þátt í ákvörðunum um vaxtastig og aðgerðir nefndarinnar frá upphafi þangað til næsta vaxtaákvörðun verður tekin núna 8 febrúar n.k.. Metnaður hennar til að koma upplýsingum áfram til almennings í gegnum fundargerðir nefndarinnar og kynningu á blaðamannafundum skein í gegn þegar hún talar um nefdina og hlutverk hennar og ég er ekki frá því að maður finni fyrir því í þjóðfélaginu að hún hafi komið sínu til leiðar þar sem meðvitund almennt um vaxtastig stýrivaxta Seðlabanka virðist hafa aukist mikið frá stofnun nefndarinnar.

Við notuðum auðvita tækifærið til að reyna að skyggnast inn í hvaða ákvarðanir nefndin tæki næst, enda með konu á staðnum sem hefur mesta reynslu af störfum nefndarinnar af öllum. Rannveig gaf okkur vísbendingu um næstu ákvörðun en hún fær að vera leyndarmál hennar og þeirra sem mættu á fundinn.

Aðspurð að því hver væri skemmtilegastur af þeim 9 seðlabankastjórum sem hún starfaði með hló hún við og sagði alla hafa haft sína kosti og galla en Davíð Oddson stæði upp úr þegar kæmi að því að velja ræðumann í veislur en þeir hefðu í raun allir verið skemmtilegir á sinn hátt.

Að lokum veitti Félag viðskipta- og hagfræðinga Rannveigu heiðursverlaun félagsins enda verið eftirtektarvert hvað þessi áhrifamikla kona í íslensku efnahagslífi hefur gefið sér tíma til að styðja við félags- og fundarstarf FVH og er hún sá viðmælandi sem hvað oftast hefur tekið þátt í viðburðum félagsins.





7 views0 comments

Recent Posts

See All

Yorumlar


bottom of page