top of page

Launareiknivél & kjarakönnun FVH

Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur framkvæmt kjarakannanir reglulega frá 1997. Tilgangur kjarakönnunar er að gefa félagsmönnum FVH ítarlegar upplýsingar um kjör, áhrif menntunar og annarra þátta í starfsumhverfi þeirra. 

Tilgangur reiknivélarinnar er að gefa félagsmönnum færi á að fá aðgang að áætluðum meðallaunum sem eru byggð á gögnum úr kjarakönnun FVH sem framkvæmd er annað hvert ár.
Með reiknivélinni er hægt að sjá á einfaldan og fljótlegan hátt áætluð meðallaun viðskipta- og hagfræðinga fyrir allar mögulegar samsetningar á bakgrunnsbreytur.

1.080.000 kr.

Miðgildi heildarlauna árið 2024

928.500

Miðgildi heildarlauna þeirra sem eru með bachelor gráðu (BSc eða BA) 2024

750.000

Miðgildi heilarlauna þeirra sem hafa verið skemur en 5 ár á vinnumarkaði

1.105.000 kr.

Miðgildi heildarlauna þeirra sem eru með meistaragráðu (t.d. MSc, MA og MBA ) 2024

1.200.000 kr.

Miðgildi heildarlauna er hæst hjá aldurshópnum 50 til 59 ár

1.685.000 kr

Miðgildi heildarlauna þeirra sem hafa mannaforráð
20 manns eða fleiri 2024

Launareiknivél

Launareiknivél er aðeins opin félagsmönnum. Þér verður vísað á innskráningarsíðu fyrir innra svæði félagsmanna

Kjarakannanir

Kjarakönnun FVH 2022

Kjarakönnun FVH 2022 var framkvæmd af Prósent daganna 9. febrúar til 21. mars 2022. 

Miðgildi launa karla er 1.100.000 kr. en kvenna 929.635 kr.

Heildarlaun hækka með aukinni menntun, auknum mannaforráðum og starfsaldri.

Kjarakönnun FVH 2019

Samkvæmt niðurstöðum er miðgildi heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga 989.000 kr. en meðaltal heildarlauna er 1.094.000 kr. Þar sem meðaltal launa er hærra en miðgildið er dreifingin jákvætt skekkt sem þýðir að meirihluti einstaklinga fær lægri laun en meðallaun. Vikmörk meðaltals heildarlauna eru á bilinu 1.060.000 kr. til 1.129.000 kr. og er hægt að segja með 95% vissu að raunverulegt meðaltal þýðisins liggi innan þessara marka. Staðalfrávik heildarlauna er 513.000 kr. og er því nokkur dreifing á heildarlaunum.

Kjarakönnun FVH 2017

Samkvæmt niðurstöðum er miðgildi heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga 800.000 kr. en meðaltal heildarlauna er 881.000 kr. Þar sem meðaltal launa er hærra en miðgildið er dreifingin jákvætt skekkt sem þýðir að meirihluti einstaklinga fær lægri laun en meðallaun. Vikmörk meðaltals heildarlauna eru á bilinu 855.000 kr. til 906.000 kr. og er hægt að segja með 95% vissu að raunverulegt meðaltal þýðisins liggi innan þessara marka. Staðalfrávik heildarlauna er 388.000 kr. og er því nokkur dreifing á heildarlaunum.

Kjarakönnun FVH 2015

Kjarakönnun FVH 2015 var framkvæmd af PWC, 28. maí -13. september 2015.

Æðstu stjórnendur eru launahæstir með 1.125.000 í laun , framkvæmdastjórar sviða koma næstir með 1.100.000 kr. og þar næst forstöðumenn 1.050.000 kr.  Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga var 777.000 kr., en meðaltalið var 860.000 kr.  Heildarlaun hækka með aukinni menntun og starfsaldri.

Kjarakönnun FVH 2013

Kjarakönnun FVH 2013 var framkvæmd af PWC, 3. -26. júní 2013.

Löggiltir endurskoðendur eru launahæstir með 1.000.000 í laun , framkvæmdastjórar sviða koma næstir með 956.000 kr. og þar næst æðstu stjórnendur með  900.000 kr.  Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga var 708.000 kr., en meðaltalið var 793.000 kr. 

Heildarlaun hækka með aukinni menntun og starfsaldri.

bottom of page