-tekið saman af varaformanni FVH, Telmu Eir Aðalsteinsdóttur.
Það var þéttsetinn salur á viðburði FVH Félag viðskipta- og hagfræðinga sem að þessu sinni fjallaði um vísifjárfestingar. Jenný Ruth Hrafnsdóttir frá Crowberry capital stýrði umræðum en Svana Gunnarsdottir frá Frumtaki, Hrönn Greipsdóttir frá Kríu og Davíð Símonarson frá Smitten sátu fyrir svörum.
Umræðurnar fóru um víðan völl og óhætt að segja að fróðleiksmolarnir hafi verið svo margir að það sé nær ógerningur að taka þá alla saman. Hér eru samt fjórir punktar sem ég tók með mér af fundinum:
Ef þú ert að leita eftir fjármagni ekki tala bara við einn til tvo sjóði heldur jafn marga og þú getur. Líttu á þetta eins og þú sérst að selja íbúðina þína þar sem þú myndir aldrei beyta þeirri aðferðafræði að tala við fáa heldur halda opið hús og fá jafn marga á staðinn og þú getur.
Sjóðstjórar fjárfesta í framúrskarandi teymum sem vinna vel saman og eru með hugmynd sem leysir ákveðinn vanda- því stærri vanda sem teymið ætlar að leysa því líklegra er að þú fáir fjármagn og því stærri verður fjárfestingin.
Þegar þú færð fyrsta fjármagn er það venjulega fyrir X prósentu hlut í fyrirtækinu, þú þarft að vita hvaða fjármagn þú ræður við og leita eftir hentugustu upphæðinni fyrir þitt fyrirtæki- meira fjármagni fylgir meiri kröfur.
Gott hluthafasamkomulag þar sem farið er yfir hvernig deila á hlutum ef einhver stofnanda/eiganda gefst upp í miðri á er lykill þess að tryggja rekstur fyrirtækisins til framtíðar.
Næsti viðburður FVH verður þann 25. febrúar n.k. en þá mætir Eyjólfur Magnús Kristinsson forstjóri atNorth, einu stærsta gagnaversfyrirtæki Norðurlandanna, í Viðskiptaspjalla FVH og Vinnustofa Kjarval. Skráning er hafin hér.
Comments