top of page

Hvað hefur hækkað um 126% á einu ári...

Writer's picture: FVHFVH

... og lífeyrissjóðurinn þinn hræðist?


FVH stóð fyrir frábærum viðburð um stöðu rafmynta á Íslandi miðvikudaginn 15. janúar sl. fyrir framan fullum sal. Við fengum til okkar þá Daða Kristjánsson, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets og Kjartan Ragnars, regluvörð og stjórnarmann Myntkaupa, til að ræða um þróun rafmynta síðustu misseri.


Anna Gréta Hafsteinsdóttir, stjórnarmaður FVH stýrði panel-umræðum við Daða og Kjartan.
Anna Gréta Hafsteinsdóttir, stjórnarmaður FVH stýrði panel-umræðum við Daða og Kjartan.

Bitcoin hefur verið í brennidepli með hækkun upp á 126% á síðustu 12 mánuðum um leið og verðið hefur nú á stuttu tímabili farið tvisvar yfir 100.000 dollara. Á sama tíma hafa stofnanafjárfestar eins og BlackRock stígið inn á markaðinn með stórar fjárfestingar.

Við spurðum þá félaga hvaða áhrifi þessi uppsveifla rafmyntafjárfestinga getur haft á fjárfestingarákvarðanir einstaklinga og hvernig þessi þróun getur breytt því hvernig þú hugsar um lífeyrissjóði, sparnað og fjárfestingar í framtíðinni?


Það var merkilegt að heyra þá Daða og Kjartan lýsa hugafarsbreytingu hjá nokkrum af stæðstu fjárfestum heims sem hafa algerlega skipt um skoðun á síðustu 5 árum hvað rafmyntir varðar. Ummæli stærstu fjárfesta heims, fyrir nokkrum árum, hafi verið á þá vegu að líkja rafmyntum við pýramídasvindl en í dag telja þeir rafmyntir sem vænlegan fjárfestingarkost sem eðlilegt er að hafa sem hluta af eignarsafni.


Einnig var aðeins rætt um regluverk og skattaumhverfi á Íslandi sem hefur enn ekki aðlagað sig algjörlega að þessum nýja fjárfestingarkosti þegar kemur að skattlagning arðs vegna rafmynta. Ekki er ólíklegt að eitt slíkt mál endi fyrir dómstólum fyrr en seinna og geri þannig upp um þetta gráa svæði í kringum þessar greiðslur í eitt skipti fyrir allt.


Að lokum mæltu þeir eindregið með því að áhugasamir aðilir um rafmyntir myndu leggja í vinnuna við að kynna sér rafmyntir í þaula og meta það sem fjárfestingakost í samanburð við aðra slíka á markaðnum.


Góður byrjunarreitur til að kynna sér rafmyntaheiminn má t.d. finna í Hlaðvarpi Myntkaupa


Ásamt því að Viska Digital Assets skrifar reglulega greinar um nýjustu fréttir á rafmyntamarköðum.



Við þökkum fyrir góðar viðtökur við þessu erindi og skemmtilega tengslamyndun í kjölfarið.

35 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page