Jón Sigurðsson í Viðskiptaspjalli
- FVH

- Nov 17
- 2 min read
*tekið saman af Telmu Eir, formanni FVH.
Fyrsta viðskiptaspjall vetrarins hjá FVH Félag viðskipta- og hagfræðinga fór fram í gær í samstarfi við Vinnustofa Kjarval og nú einnig Viðskiptaráð - Iceland Chamber of Commerce.
Viðmælandi kvöldsins var Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, sem hefur látið að sér kveða í fjárfestingum á íslenskum markaði. Í auglýsingu um viðburðinn sagði: "Þegar Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, hefur upp raust sína þá leggur atvinnulífið við hlustir! " Það er greinilega spot on þar sem salurinn var þéttsetinn og uppselt var á viðburðinn.

Jóni gekk alltaf vel í skóla og lagði sig fram við námið, enda mikið lagt upp úr því heima við að standa sig vel í námi. Hann var ekki fremstur í íþróttum en náði samt að vera fyrirliði körfuboltaliðsins sem hann spilaði fyrir þó hann væri ekki í byrjunarliðinu.
Hann diffraði yfir sig í Verzló og hætti við að verða endurskoðandi eins og pabbi og fór í viðskiptafræði í Háskólann í Reykjavík, í fyrsta árgangi sem hún var kennd við skólann.
Með náminu vann hann hjá Kaupþingi og átti þar eitt af betri sumrum sem hann hefur unnið. Verið var að gera upp mötuneytið í bankanum á þeim tíma og eins voru verkefnin ærin. Það var því unnið langt fram eftir kvöldum og vegna mötuneytisleysisins var annað hvort pizza eða KFC, alla daga og öll kvöld- alger draumur fyrir ungann mann, mikil vinna og mikill skyndibiti.
Þegar hann er spurður að því hver sé lykill velgengninnar segist hann halda að einn af þáttunum sé að hann kynna sér málin vel og setji sér markmið sem hann endurnýji síðan reglulega, ásamt því að fara inn í fjárfestingar með ákveðna sýn á þær og ákveðin markmið tengd þeim.
Næst á dagskrá hjá FVH Félag viðskipta- og hagfræðinga er tengslamyndunar stund á huggulegu jólaglöggi þann 3 desember - skráning er hafin!


























Comments