top of page

Jólaglögg & tengslamyndun

mið., 03. des.

|

Reykjavík

Jólaglögg & tengslamyndun
Jólaglögg & tengslamyndun

Time & Location

03. des. 2025, 17:00 – 19:00

Reykjavík, Austurstræti 10a, 101 Reykjavík, Iceland

About the event

Félag viðskipta- og hagfræðinga býður í notalega jólastund eftir vinnu þann 3. desember!

Skráning hér

Aðventan er annasöm hjá flestum, en við viljum gefa okkar fólki tækifæri til að staldra aðeins við og njóta huggulegrar samveru. Vertu velkomin/-inn í notalega jólastund þar sem við ætlum að spjalla saman, slaka á og njóta líðandi stundar áður en jólatörnin skellur á.

Við fáum skemmtilega heimsókn frá Árna Helgasyni, nýjasta rithöfundi landsins, sem mun kynna bókina sína Aftengingu — sem margir spá að verði jólabók ársins. Fullkomið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi og taka eina jólagjöf með sér heim.


Á boðstólum verða vínveitingar ásamt jólakræsingum frá Duck&Rose sem skapa réttu hátíðarstemninguna.


Komdu og slakaðu á með okkur – við hlökkum til að sjá þig!

Share this event

bottom of page