top of page
  • Writer's pictureFVH

Tengjumst Símanum

Síminn býður félagsfólki FVH og Ímark í skemmtilega fyrirtækjaheimsókn/vísindaferð þann 29. maí nk. milli 16:30 og 17:30 í Ármúla 25, 108 Reykjavík
Vertu með okkur á síðasta viðburði starfsársins 2023-2024 þegar við sækjum Símann heim, fræðumst og njótum saman.


Síminn hefur farið í gegnum einhverjar stærstu breytingar í 118 ára sögu félagsins síðustu misseri. Það er risastórt verkefni að breyta rótgrónu fjarskiptafélagi yfir í lipurt þjónustufyrirtæki í heimi fjarskipta og afþreyingar þar sem samkeppni hefur aldrei verið meiri og nær langt út fyrir landsteinana. Að tengja starfsfólk betur saman og að tengjast betur viðskiptavinum er snúið en með nýsköpun og frumlega hugsun er allt hægt.


Síminn býður félagsfólki FVH og Ímark í heimsókn til sín í Ármúlanum, áhugaverð erindi og léttar veitingar í boði!


Dagskrá:


Síminn sem þjónustufyrirtæki

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfbærni og menningar


Uppfærð ásýnd í takt við nýja tíma

Eyrún Huld Harðardóttir, leiðtogi markaðsmála


IceGuys, Love Island og gögn

Birkir Ágústsson, dagskrástjóri innlendar dagskrár


Nýsköpun í auglýsinga- og birtingalausnum

Karl Jónsson, sérfræðingur í auglýsingalausnum
32 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page