Samningar og sáttamiðlun örnám við Háskólann á Bifröst
- FVH

- 13 minutes ago
- 1 min read
FVH vekur athygli á sértilboði fyrir félagsfólk á örnáminu samningar og sáttamiðlun.
Markmið örnámsins Samningar og sáttamiðlun er að skapa tækifæri fyrir fólk til að efla færni sína við gerð samninga og túlkun þeirra, svo minnka megi líkurnar á því að ágreiningur skapist vegna þeirra. Þá er í náminu lögð áhersla á árangursríka samningatækni sem hefur það að markmiði að koma á samningum sem báðir samningsaðila vilja efna. Í kjölfarið sitja nemendur námskeið í samningagerð þar sem áhersla er lögð á ritun vandaðra samninga með skýrum samningsákvæðum. Þá felur námið í sér hagnýta þjálfun í sáttamiðlun svo að nemendur geti að því loknu leyst ágreiningsmál áður en deilur aðila verða tímafrekar og kostnaðarsamar. Námið er kennt í fjarnámi og hentar vel meðfram vinnu. Örnámið hentar fyrir þau sem starfa í íslensku atvinnulífi sem stjórnendur og millistjórnendur hjá fyrirtækjum og opinberum stofnunum eða sem sjálfstæðir atvinnurekendur.
Kennarar eru Aðalsteinn Leifsson, fyrrum ríkissáttasemjari, Unnar Steinn Bjarndal, hæstaréttarlögmaður og viðskiptafræðingur og Ari Karlsson, lögmaður hjá LMG lögmönnum.
Umsóknarfrestur er til 15. des
Nánari upplýsingar: fvh@fvh.is





Comments