top of page
Writer's pictureFVH

Erna Björg Sverrisdóttir er hagfræðingur ársins 2023

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) hefur útnefnt Ernu Björgu Sverrisdóttur, aðalhagfræðing Arion banka sem hagfræðing ársins 2023.


Það var einróma mat dómnefndar að velja Ernu Björgu sem hagfræðing ársins 2023. Viðurkenninguna fær hún fyrir störf sín sem aðalhagfræðingur Arion Banka. Í starfi sínu hefur henni tekist vel til að nálgast hagfræði á fróðlegan og skemmtilegan hátt með því að setja hin oft á tíðum flóknu viðfangsefni hagfræðinnar fram í skiljanlegt samhengi og gert aðgengilegt öllum óháð áhuga eða þekkingu á hagfræði. Aukinheldur hefur hún sýnt í verki að hún er óhrædd við að synda á móti straumnum með sínum skoðunum og þorir að spyrja gagnrýninna spurninga. Erna hefur með framferði sinni á opinberum vettvangi, í viðtölum og með greinaskrifum, vakið áhuga á fræðunum og er flott fyrirmynd fyrir ungt fólk sem leggur stund á nám í viðskipta- eða hagfræði deildum háskóla landsins segir m.a. í mati dómnefndar.


Við mót­töku verðlaun­anna sagði Erna m.a., sam­kvæmt til­kynn­ing­unni:


,,Oft á tíðum þarf hag­fræðin ekki að vera svona flók­in, hún fæst við mál­efni sem snert­ir okk­ur öll, hvort sem það er hús­næðismarkaður­inn, kjaraviðræður eða ein­fald­lega hversu oft við för­um til út­landa. Á tím­um sem þess­um, þegar mik­il ólga rík­ir í sam­fé­lag­inu, verðbólg­an er mik­il, vext­ir að hækka og flók­in staða á vinnu­markaði þá skipt­ir svo miklu máli leggja sitt af mörk­um til að halda umræðunni upp­lýstri og frá skot­gröf­un­um.”


69 views0 comments

Bình luận


bottom of page