top of page

dala.care hlýtur Þekkingarviðurkenningu FVH

Writer's picture: FVHFVH

Hugbúnaðarfyrirtækið dala.care sem er dótturfyrirtæki Gangverks hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH þann 8. maí síðastliðin. Markmið þekkingarviðurkenningarinnar er að vekja athygli á og hvetja til dáða fyrirtæki sem dómnefnd metur að sé á eftirtektarverðri vegferð.


Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga voru afhent í 24. skiptið af Forseta  Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, þann 8. Maí. Í dómnefnd þekkingarverðlaunna sátu þrír einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi þau Eggert Claessen, Hrönn Greipsdóttir og Andri Guðmundsson ásamt tveimur stjórnarmönnum FVH þeim Huldu Hallgrímsdóttur og Þórarni Hjálmarssyni.  


Finnur Pálmi Magnússon, stofnandi dala.care tekur á móti viðurkenningunni frá Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni.

Finnur Pálmi Magnússon er frumkvöðulinn á bakvið dala.care sem var þróuð innan hugbúnaðarfyrirtæksins Gangverks og nýtir tækniþróun til að koma til móts við risastóra samfélagslega áskorun sem umönnun aldraða er og mun verða um ókomna tíð með hækkandi lífaldri mannkynsins og vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið.

 


Um er að ræða miðlæga lausn sem dregur saman alla umönnun og upplýsingar sem áður þurfti mörg mismunandi kerfi til að halda utan um. Rúmt ár er síðan hugmyndavinna fór af stað en lausnin er komin í fulla notkun hjá Vestmanneyjum og heimaþjónustuaðilum í Bandaríkjunum. Innleiðing hjá Reykjavík og Sinnum heimahjúkrun er langt komin en lausnin hefur sýnt fram á jákvæða upplifun notenda, skilvirkari vinnubrögð, aukið aðgengi að upplýsingum og tímasparnað með upptöku stafrænna lausna í stað pappírsferla. ,,Dala.care vinnur í átt að skilvirkari þjónustu og bættri upplifun fyrir alla notendur og samélagið í heild sinni og er því vel að því komið að hljóta Þekkingarviðurkenningu FVH árið 2024” segir m.a. í mati dómnefndar.


FVH óskar dala.care innilega til hamingju með þessa verðugu viðurkenningu og þá frábæru vegferð sem fyrirtækið er á sem verður án efa áhugavert að fylgjast með í framtíðinni.




36 views0 comments

Recent Posts

See All

Komentáře


bottom of page