top of page
Search

Atli Örvarsson mætir í Viðskiptaspjall Kjarval og FVH

  • Writer: FVH
    FVH
  • Oct 26, 2023
  • 1 min read

Næsti viðmælandi Viðskiptaspjalls Kjarval og FVH er, eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáld samtímans, Atli Örvarsson sem mætir í spjall fimmtudaginn 2. nóvember kl. 16:30.

ree

Atli er afkastamikill tónlistarmaður, útsetjari og stjórnandi sem samið hefur tónlist fyrir óteljandi sjónvarpsþætti og yfir 40 kvikmyndir. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir sitt starf og komið heimabænum Akureyri á kortið sem alþjóðlegum áfangastað fyrir upptökur á kvikmyndatónlist í samstarfi við SinfoniaNord.

ree

Velgengni Atla hefur skilað honum á lista yfir helstu skattgreiðendur landsins síðustu árin en hann flutti heim til Íslands árið 2020 eftir áralanga búsetu í Bandaríkjunum. Við fáum Atla í einlægt spjall um reynsluna, áskoranir, tónlistina og spyrjum er tónlist góður business?


Við verðum að venju á vinnustofu Kjarvals og er þetta tilvalið tækifæri til að mæta í miðbæ Reykjavíkur þegar gera má ráð fyrir að borgin og tónlistarlífið iði í tilefni Airwaves sem stendur yfir 2-4. nóvember.


Skráðu þig strax til að tryggja þér sæti á þetta skemmtilega spjall við einn af betri sonum Íslands.




 
 
 

Comments


bottom of page