top of page
  • Writer's pictureFVH

Andri Þór Guðmundsson er viðskiptafræðingur ársins 2024

Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Félag viðskipta- og hagfræðinga veitti Andra nafnbótina viðskiptafræðingur ársins, á aðalfundi félagsins þann 8. júní síðasliðin, fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi.


Andri hefur starfað hjá Ölgerðinni í yfir 20 ár og undir hans forystu hefur fyrirtækið náð miklum árangri þrátt fyrir krefjandi efnahagsaðstæður undanfarin ár. Stýrði hann meðal annars vel heppnaðri skráningu Ölgerðarinnar á aðalmarkað Kauphallarinnar í júní árið 2022. 


Andri hefur einnig lagt mikla áherslu á að skapa jákvæða vinnustaðamenningu, gott starfsumhverfi og stutt við jafnréttismál. Framganga hans á þessum sviðum hefur skilað sér í góðu gengi fyrirtækisins en Ölgerðin hefur verið leiðandi í vöru- og viðskiptaþróun í sinni atvinnugrein og vakið eftirtekt bæði innan- sem og utanlands.


Viðurkenningin viðskipta- eða hagfræðingur ársins hefur verið veitt árlega frá 2002 og er Andri því sá 22 sem hlýtur nafnbótina og bætist í hóp þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Hérna má sjá lista alla þeirra er hlotið hafa viðurkenninguna á árum áður.Stjórn FVH er stolt af því að heiðra Andra Þór Guðmundsson forstjóra Ölgerðarinnar og nýkjörinn formann Viðskiptaráðs Íslands sem viðskiptafræðing ársins 2024. Hans framlag til íslensks viðskiptalífs er ómetanlegt og við óskum honum hjartanlega til hamingju með verðskuldaðan titil.

42 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page