top of page
  • Writer's pictureFVH

Akademias x FVH

Akademias og FVH hafa tekið höndum saman og bjóða félagsfólki FVH upp á einstök kjör á völdum námskeiðum sem stuðla að endurmenntun félagsfólks.


Nú kynnum við tvö námskeið sérsniðin að stjórnendum sem vilja skerpa á þeim eiginleikum sem einkenna góða stjórnendur. Annars vegar námskeiðið Stjórnandinn þú og hins vegar Millistjórnandinn þú.


Stjórnandinn þú er hannað með það að leiðarljósi að efla nýja stjórendur í starfi. Að vera nýr stjórnandi kallar á nýjar áskoranir sem meðal annars snúa að mannauði, stjórnunarstílum og hvað það þýðir að vera leiðtogi.


Millistjórnandinn þú er sniðið að nýjum millistjórnendum með mannaforráð. Þátttakendur eflast í að leiða teymi af sjálfstrausti og öðlast getu til að bregðast við þeim áskorunum sem fylgja því að hafa mannaforráð.


Um er að ræða rafræn vendinámskeið hjá Akademias sem innihalda annars vegar rafræna fyrirlestra (14-15 klst) og hins vegar vinnustofur sem haldnar eru með reglulegu millibili hjá Akademias þar sem unnið er með viðfangsefni fyrirlestranna. Hver vinnustofa er tæpar 2 klst. að lengd og er haldin í stað- og fjarnámi.


Námskeiðið er brotið niður í tvo hluta en hverjum hluta lýkur með viðeigandi vinnustofu. Innan hvers hluta eru svo fjölbreytt minni námskeið þar sem ákveðin viðfangsefni eru tekin fyrir, viðfangsefni eins og annars vegar stjórnunarstílar, mannauðsstjórnun, að takast á við ágreining og coaching (Stjórnandinn þú) og hins vegar stjórnun verkefna, að takast á við ágreining, samskipti og tilfinningagreind (Millistjórnandinn þú).


Námskeiðin henta öllum þar sem hægt er að byrja námið þegar þér hentar og þátttakendur bóka sig á vinnustofu á hausti eða vori þegar hverjum hentar.


Verð: 159.000- (99.000 fyrir FVH meðlimi).

Fyrir FVH sérkjör hafið samband með tölvupósti á fvh@fvh.is
38 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page