top of page
  • Writer's pictureFVH

Viðskiptaspjall Kjarvals og FVH

Updated: Sep 6, 2023

Vinnustofa Kjarvals og Félag viðskipta- og hagfræðinga hafa tekið höndum saman og munu standa fyrir röð viðburða á Vinnustofu Kjarvals í vetur, undir yfirskriftinni Viðskiptaspjall Kjarvals og FVH, þar sem við munum fá til okkar reynslumikla aðila í persónulegt spjall um ferilinn og velgengina.


FVH hefur áður staðið fyrir vel heppnuðum arinspjöllum (e.fireside chat) við merka einstaklinga úr íslensku viðskiptalífi á borð við Hermann Björnsson frá Boozt, Eld Ólafsson frá Amaroq Minerals og nú síðast við Andra Guðmundsson frá VAXA í samstarfi við Vinnustofu Kjarvals.Við hefjum þetta nýja samstarf á Viðskiptaspjalli við Liv Bergþórsdóttur einn reynslumesta stjórnanda landsins. Liv hefur stýrt eða setið í stjórnum Vodafone, Nova, WOW, 66N, CCP, AUR, ORF, Blána Lónið, Iceland Seafood International og BIOEFFECT og kemur hún nú í Viðskiptaspjallið og ræðir ferilinn, stærstu áskoranirnar og nýjustu verkefnin.

Ekki missa af stórskemmtilegu spjalli, fimmtudaginn 21. sept klukkan 16:00, við eina áhugaverðustu viðskiptakonu landsins.
103 views0 comments

Opmerkingen


bottom of page