Félagsfólki FVH standa fjölmörg sérkjör til boða fyrir endurmenntun í vetur hjá samstarfsaðilum okkar Endurmenntun Háskóla Íslands, Frama og Akademias. Afsláttarkóða má nálgast í tölvupósti hjá fvh@fvh.is
_______________________________________________________________
Akademias býður 25% afslátt af eftirfarandi námskeiðum að svo stöddu
Leiðtogi í PR og krísustjórnun - hefst 18. september
Í umhverfi þar sem upplýsingar dreifast hratt og samfélagsmiðlar geta skapað óvæntar áskoranir, skiptir máli að vera vel undirbúinn og geta brugðist skjótt við. Almannatengsl og krísustjórnun eru ómissandi verkfæri til að viðhalda trausti, verja orðspor og tryggja stöðugleika í erfiðum aðstæðum. Þetta námskeið veitir nauðsynlega innsýn í hvernig á að móta áhrifaríkar samskiptaáætlanir, undirbúa sig fyrir mögulegar krísur og vinna markvisst að því að verja hagsmuni fyrirtækja.
Námskeiðið er hannað með það fyrir augum að veita verkfæri til að stýra samskiptum við fjölmiðla, samræma upplýsingaflæði innan og utan skipulagsheilda, og tryggja að allir sem koma að málinu séu samstíga. Það byggir á raunverulegum dæmum og praktískum æfingum, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna með raunhæf verkefni og þróa eigin krísustjórnunaráætlanir.
Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum - hefst 12. nóvember
Námskeiðið telur til 4 klukkustunda af almennri endurmenntun fyrir þá sem lokið hafa verðbréfaréttindaprófi.
Akademias býður upp á námskeiðið Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum. Á námskeiðinu er sérstök áhersla á framtaksfjárfestingar bæði út frá sjónarhóli fjárfesta, hvort sem það eru einkafjárfestar eða fagfjárfestar, og út frá þeim sem eru að leita eftir fjármagni, eins og t.d. fyrir sprotafyrirtæki. Ísland á talsvert í land þegar kemur að framtaksfjárfestingum en það horfir til betri tíma. Sífellt eru að verða til fleiri leiðir í fjármögnun. Á sama tíma er mikilvægt að skapa aukna þekkingu á framtaksfjárfestingum, bæði hjá einstaklingum og fjárfestingarfélögum. Námskeiðið er fyrir starfsmenn fjárfestingafélaga, einkafjárfesta og frumkvöðla.
_______________________________________________________________
Endurmenntun Háskóla Íslands býður 20% afslátt af öllum námskeiðum á dagskrá veturinn 2024-2025. Hérna má sjá úrval námskeiða.
Vakin er athygli á nokkrum vel völdum námskeiðum:
Árangursríkari starfsmannasamtöl - Inga Þórisdóttir, stjórnendaráðgjafi
DORA lögin: Pratísk nálgun á innleiðingu - Ebenezer Þórarinn Böðvarsson, stjórnandi ráðgjafateymis SYNDIS
Erfið starfsmannamál - Guðrún Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingar og ráðgjafar í mannauðsmálum.
Skapandi stjórnun: frá hugmynd til framkvæmdar - Steinunn Ragnarsdóttir, ráðgjafi
Áhættustýring og afleiðuvarnir - Eggert Þröstur Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri fjármálastöðuleikasviðs Seðlabanka Íslands
______________________________________________________________
Frami.is býður félagsfólki FVH 15% afslátt af fjölbreyttum námskeiðum
Öll námskeið hjá Frama má skoða hér og skráning fer einnig fram á heimasíðu Frami.is
_______________________________________________________________
Að lokum bendum við félagsfólki á eftirfarandi námskeið á vegum Lögmannafélags Íslands
Comments