Lífeyrismál og starfslok
fim., 23. nóv.
|Reykjavík
Björn Berg Gunnarsson heldur fyrirlestur um lífeyrismál og starfslok fyrir félagsfólk FVH og KVH
Time & Location
23. nóv. 2023, 16:00 – 24. nóv. 2023, 17:30
Reykjavík, Borgartún 6, 105 Reykjavík, Iceland
About the event
Í samstarfi við Kjarafélag Viðskipta- og hagfræðinga (KVH) bjóðum við félagsfólki FVH að skrá sig á fyrirlestur um lífeyrismál og starfslok með Birni Berg.
Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu á fjámálamarkaði þar sem hann stýrði meðal annars greiningardeild og fræðslumálum Íslandsbanka. Hann hefur haldið yfir 300 fyrirlestra um lífeyrismál og er höfundur bókarinnar Peningar.
Þátttakendur öðlast betri yfirsýn yfir réttindi sín og þá valkosti sem í boði eru. Bætt þekking dregur úr líkum á kostnaðarsömum mistökum og gefur færi á að hámarka virði lífeyris og réttinda.
Um er að ræða 90 mínútna örnámskeið þar sem er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi fjármál við starfslok.
Viðburðurinn hentar einkum félagsfólki yfir 55 ára aldur sem vill bæta þekkingu sína á lífeyrismálum sem og þeim sem aðstoða nákomna lífeyrisþega.
Skráning er nauðsynleg og fer fram hérna
23. nóvember
Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6.
16:00-17:30