Á eigin vegum: ávinningur og áskoranir
fös., 20. sep.
|Online
Rafrænn hádegisfundur í samstarfi við Akademias
Time & Location
20. sep. 2024, 12:15 – 13:00
Online
About the event
Langar þig að taka stjórnina á eigin framtíð? Þá ættir þú ekki að missa af næsta viðburði hjá FVH, þar sem tveir kraftmiklir einstaklingar munu deila reynslu sinni af því að feta þá leið að verða eigin herra.
Rakel Eva Sævarsdóttir, stofnandi Trail sjálfbærniráðgjöf, mun deila sinni einstöku sögu um hvernig hún ákvað að taka skrefið yfir í sjálfstætt starf og hvernig hún hefur byggt upp eigin ráðgjafarfyrirtæki. Hún mun fjalla um áskoranirnar sem fylgja sjálfstæði og þau tækifæri sem opnast þegar maður ræður sjálfur för.
Steinar Þór Ólafsson, eigandi steinsmiðjunnar REIN, mun segja frá því hvernig hann fór frá því að vera launþegi yfir í að eiga og reka eigið fyrirtæki. Með ástríðu fyrir sínu fagi og sterkan vilja hefur hann byggt upp fyrirtæki sem stendur á traustum grunni. Steinar mun ræða hvernig það er að taka áhættuna, axla ábyrgðina og upplifa þá ánægju sem fylgir því að skapa eitthvað frá grunni.
Hvort sem þú ert að íhuga að stíga fyrstu skrefin í átt að sjálfstæði eða ert þegar kominn af stað, þá er þetta viðburður sem þú vilt ekki missa af. Kynntu þér hvernig það er að vera eigin herra og fáðu innblástur frá tveimur einstaklingum sem hafa gengið þessa vegferð.
Viðburðurinn fer fram þann 20. september kl. 12:15 í rafrænu streymi.
Frítt fyrir félagsfólk FVH
Aðrir greiða 1.500kr fyrir streymi.