Festi hf. bauð félagsfólki FVH í heimsókn 15. nóvember síðastliðinn þar sem Ásta S. Fjeldsted, forstjóri félagsins, tók á móti félagsfólki ásamt samstarfsfélögum sínum. Ásta fór vel yfir starfsemi eignarhaldsfélagsins Festi og þeirra rekstrarfélaga sem heyra undir félagið. Bakkinn vöruhótel, ELKO, Festi Fasteignir, Krónuna og N1. Hlutabréf Festi hf. eru skráð í Kauphöll Íslands.
Viðstaddir fengu ítarlega sýn inn í helstu áherslupunkta starfseminnar eins og sjálfbærnismarkmið og samfellda þjónustu við viðskiptavininn með réttri samsetningu af rekstrarfélögum sem bjóða upp á allt frá eldsneyti, rafmagni, matvöru, raftæki og á næstunni ef allt gengur eftir lyf. Festi keypti í sumar allt hlutafé í Lyfju með fyrirvara um að Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir samrunann. Stefnt er á að kaupin gangi í gegn í byrjun næsta árs.
Tekið var einstaklega vel á móti félögum og gaf Ásta af mikilli einlægni sér tíma til að ræða við alla og svaraði fjölbreyttum spurningum um starfsemina af mikilli kúnst.
FVH þakkar Festi hf. og Ástu fyrir góðar mótttökur og áhugaverða kynningu á starfseminni.
Commentaires