þri., 07. maí
|Reykjavík
Viðskiptaspjall Kjarvals og FVH við Aflvaka þróunarfélag
Sigurður Stefánsson framkvæmdarstjóri Aflvaka
Time & Location
07. maí 2024, 16:30 – 17:30
Reykjavík, Austurstræti 10a, 101 Reykjavík, Iceland
About the event
Þróunarfélagið Aflvaki í Viðskiptaspjalli Kjarval og FVH
þriðjudaginn 7. maí kl. 16:30
Þróunarfélagið Aflvaki vinnur nú að uppingu 5.000 íbúða með stuðningi öflugustu einkafjárfesta landsins, skammt fyrir utan við borgina í hverfi sem sérstaklega verður sniðið að þörfum 60 ára og eldri. Til viðbótar verða 1.200 hjúkrunarrými á svæðinu, heilsukjarni og nýsköpunarmiðstöð með áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Markmiðið er að auka lífsgæði eldra fólks með heilbrigðara lífi, félagsskap, útiveru og afþreyingu.
Við fáum til okkar Sigurð Stefánsson, framkvæmdastjóra Aflvaka til að ræða þessar stórhuga hugmyndir, viðskiptatækifærin í hækkandi lífaldri þjóðarinnar, samstarfið við nokkra af öflugustu einkafjárfestum íslensk viðskiptalífs sem taka þátt í verkefninu og ótal margt fleira.
Skráðu þig strax og trygggðu þér sæti á frábært og fræðandi spjall