top of page
Search

Samskipti og vellíðan á vinnustað

  • Writer: FVH
    FVH
  • Nov 22, 2024
  • 1 min read

Félag viðskipta- og hagfræðinga tók höndum saman með Kjarafélagi viðskipta- og hagfræðinga og bauð félagsfólki á rafrænan fund um samskiptin og vellíðan á vinnustað með ráðgjafarfyrirtækinu Mental Ráðgjöf.


Mental ráðgjöf vinnur með fyrirtækjum og stofnunum að því að gjörbylta nálgun þeirra á geðheilbrigði starfsfólks á vinnustöðum. Með Mental vinna fyrirtæki að því að setja fólk og líðan þess í fyrsta sæti með því að skapa styðjandi og sjálfbæra menningu sem eflir geðheilsu á vinnustöðum.


Hilja Guðmundsdóttur, sérfræðingur Mental og ráðgjafi í mannauðsstjórnun hélt erindið samskipti, sjálfstyrk hegðun og mörk í lífi og starfi. Fræðslan var bæði upplýsandi og hvetjandi, vakti okkur til umhugsunar um áhrif samskipta á menningu og árangur á vinnustað. Einnig deildi Hilja með okkur raunhæfum leiðum til að setja skýr mörk, styrkja sjálfstraust í samskiptum og hvernig megi stíga inn í erfið og krefjandi samtöl.




 
 
 

Comments


bottom of page