Við val á Þekkingarfyrirtæki ársins verður horft til fyrirtækja sem hafa þróað eða innleitt tækinýjungar og/eða gervigreind með eftirtektarverðum hætti í sínum rekstri. Þá verður litið sérstaklega til fyrirtækja þar sem mælanlegur árangur hefur náðst með tækninýjungunni sem hefur haft jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins og/eða samfélagið í heild sinni.
Auk þess verða veitt verðlaun fyrir viðskipta- eða hagfræðing ársins sem sýnt hefur faglega seiglu og verið leiðtogi á sínu sviði.
Við hvetjum þig til að senda inn tilnefningu ef þú þekkir til fyrirtækis eða einstaklings sem þú telur eiga verðlaun skilið. Frestur til að senda inn tilnefningu er út 21. apríl 2024.
Comments