top of page

Námstyrkur að andvirði 2,9m

Writer's picture: FVHFVH

Updated: Jan 20

Félag viðskipta- og hagfræðinga vekur athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fullan námstyrk í Akademias Executive MBA.


Námið byggir á sveigjanlegu módeli þar sem nemandinn raðar sínum áföngum saman eftir hentugleika ásamt því að hægt er að stunda námið í stað- eða fjarnámi og velja hversu hratt hver og einn fer í gegnum námið og þ.a.l. álagi á hverjum tímapunkti.


Akademias leggur mikla áherslu á tengingu við íslenskt atvinnulíf og koma fyrirlesarar beint úr raunhagkerfinu auk þess sem verkefni eru unnið í samstarfi við íslensk fyrirtæki.


Námsstyrkurinn er að verðmæti 2.900.000 kr. sem felur í sér niðurfellingu á gjöldum fyrir námið í heild sinni. Viðkomandi þarf þó að ljúka náminu innan þriggja ára.

Þátttökukrafa er háskólagráða eða 10 ára reynsla sem stjórnandi eða sérfræðingur.

Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi.

 

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2025.

Umsóknir eða fyrirspurnir skal senda á netfangið namsstyrkur@akademias.is 



62 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page