top of page
Writer's pictureFVH

Lárus Welding í Viðskiptaspjall Kjarvals og FVH

Þann 13. desember fengum við Lárus Welding, rekstrarstjóra fjárfestingafélagsins Stoða og fyrrum bankastjóra Glitnis, í Viðskiptaspjallið á Vinnustofu Kjarvals. Við þökkum fyrir frábærar viðtökur en það seldist upp á viðburðinn á rétt tæpum 2 sólarhringum sem undirstrikaði hversu margir höfðu áhuga á að koma og heyra einstakar sögur Lárusar úr íslensku viðskiptalífi.


Lárus tók viðstadda í ferðalag um ævi sína frá því að hann var í menntaskóla, háskóla og steig sín fyrstu skref á atvinnumarkaðinum. Hann sagði af einlægni frá árunum fyrir hrun þegar hann hafði sett sér markmið um að verða bankastjóri fyrir þrítugt, hruninu sjálfu og árunum sem fylgdu á eftir. Hann sagði einnig frá hlutverki sínu hjá Stoðum í dag og hvernig viðskiptaumhverfið hér á landi hefur þróast á síðustu árum.



Áhugasamir geta lesið sögu Lárusar í bókinni Uppgjör bankamannsins sem kom út fyrir jólin 2022.


Viðskiptaspjall Kjarval og FVH býður viðstöddum í náið umhverfi með athafnafólki í samfélaginu. Þar sem rætt er á persónulegum nótum við viðmælendur og sögur sagðar sem er ekki hægt að heyra annarsstaðar. Ekki missa af dagskrá Viðskiptaspjallis á vorönn.


16 views0 comments

Comentarios


bottom of page