top of page
Writer's pictureFVH

Framundan hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga


Nýlega birtum við drög af dagskránni fram að jólum og samanstendur hún af Viðskiptaspjöllum við leiðtoga og brautryðjendur í atvinnulífinu, fyrirlestrum og námskeiðum.


September

  • 21. sept: Viðskiptaspjall Kjarvals og FVH við Liv Bergþórsdóttur. Hvað eiga fyrirtækin Vodafone, Nova, WOW, 66N, CCP, AUR, ORF, Bláa Lónið, Iceland Seafood og BIOEFFECT sameiginlegt? Jú, athafnakonuna Liv Berþórsdóttur. Liv er einn reynslumesti stjórnandi landsins og kemur hún nú í Viðskiptaspjallið og ræðir ferilinn, stærstu áskoranirnar og nýjustu verkefnin. Ekki missa af stórskemmtilegu spjalli, fimmtudaginn 21. sept klukkan 16:00, við eina áhugaverðustu viðskiptakonu landsins.

Október

  • 4. október: Árlegur fasteignaviðburður FVH þar sem við förum yfir stöðu á húsnæðismarkaði sama dag og Seðlabankinn mun kynna nýjustu stýrivaxtaákvörðun. Hvað geta stjórnvöld gert til að stemma stigu við verðbólgunni og hvernig má styðja við þá sem eru að sligast undan hárri verðbólgu og vöxtum?

  • Viðskiptaspjall Kjarvals og FVH (Viðmælandi kynntur síðar)

Nóvember

  • Fyrirtækjaheimsókn (Fyrirtæki kynnt síðar)

  • Viðskiptaspjall Kjarvals og FVH (Viðmælandi kynntur síðar)

Desember


Viðskiptaspjall Kjarvals og FVH eru reglulegir viðburðir, haldnir sameiginlega af FVH og Vinnustofu Kjarval og eru opnir félagsfólki beggja félaga. Þar gefst viðmælenda tækifæri til að tjá sig á opinskáan hátt um reynslu sína á vinnumarkaði og viðskiptum, og jafnvel málefnum líðandi stundar, í nánu umhverfi þar sem markmiðið er að allir skemmti sér vel. Þátttakendum gefst kostur á að spyrja spurninga og styrkja tengslanet sitt.


FVH heldur reglulega viðburði yfir 9 mánaða tímabil frá september-maí. Félagsgjöld fyrir 12 mánuði er 9.900 kr. Félagsfólk tryggir sér forgang á alla viðburði félagsins og getur nálgast upptökur af einstaka viðburðum á innri vef félagsins.

106 views0 comments

Comments


bottom of page