top of page
  • Writer's pictureFVH

Framtaksfjárfestingar á vinnustofu Kjarvals

Updated: Feb 23

Félag viðskipta- og hagfræðinga stóð fyrir einstökum viðburði á Vinnustofu Kjarval fimmtudaginn síðast liðinn þar sem við buðum þeim Gunnari Páli Tryggvasyni, framkvæmdastjóra Alfa Framtak og Margit Robertet, forstöðumanni framtakssjóða hjá Kviku Eignastýringu í heimsókn að ræða um umhverfi framtaksfjárfestinga á Íslandi undir stjórnun Kristins Árna Lár Hróbjartssonar, framkvæmdastjóra Running Tides.Það myndaðist notaleg stemming á 4. hæðinni þar sem má segja að viðstaddir hafi gleymt sér undir frásögnum þeirra Gunnars og Gittu. Þau byrjuðu á að segja okkur frá sínum náms- og starfsferil og hvað leiddi þau á braut framtaksfjárfestinga. Við fórum yfir samsetningu sjóða og að hverju framtakssjóðir leita þegar næsta fjárfesting er skoðuð. Að lokum komu fram skemmtilegar bransasögur bæði frá þeim og salnum, auk þess að þónokkrar umræður mynduðust þar sem reynslumiklir fundargestir skutu inn áhugaverðum molum og skemmtilegum spurningum.


Við í FVH þökkum fyrir góðar viðtökur á þessum viðburði en uppselt var á viðburðinn, sem var smár í sniðum til að hægt væri að tryggja persónulegt og náið spjall milli viðstaddra sem lýstu því strax yfir að áhugi væri fyrir því að endurtaka viðburðinn útfrá sjónarhorni Vísisjóða. Stjórn FVH skorast ekki undan því og setur hugmyndina á blað strax fyrir komandi mánuði.

31 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page