top of page
  • Writer's pictureFVH

Þéttsetinn hádegisfundur um fasteignamarkaðinn og stýrivexti

Updated: Oct 11, 2023

Miðvikudaginn 4. október stóð FVH í samstarfi við hlaðvarpsþáttinn Þjóðmál fyrir hádegisfundi um stýrivexti og fasteignamarkaðinn. Morguninn heilsaði okkur með nokkuð óvæntum fréttum þegar Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti en greiningardeildir Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans höfðu allar spáð fyrir um hækkun á bilinu 0.25-0.5 prósentustig. Félagið framkvæmdi óformlega könnun á póstlista félagsmanna fyrir fundinn þar sem kom í ljós að 52% trúðu því að vextir myndu hækka en 48% að þeir héldust óbreyttir, enginn svarenda taldi þó líklegt að bankinn myndi lækka þá.

Gísli Freyr, Rannveig, Sigríður Margrét og Konráð S. Ljósmyndari: Árni Torfason

Uppselt var á fundinn og var setið í öllum sætum í salnum en um 75 manns sóttu fundinn auk viðmælenda og stjórnar FVH. Félagið þakkar fyrir frábærar viðtökur sem eru alltaf hvatning til okkar sem að félaginu standa til að að halda áfram að fjalla um málefni líðandi stundar í íslensku efnahags- og viðskiptalífi í gegnum okkar viðburði.Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála og fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu stjórnaði umræðum við Rannveigu Sigurðardóttur varaseðlabankastjóri Peningastefnunefndar Seðlabankans, Sigríði Margrét Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífssins og Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðing Arion Banka.

Fundurinn byrjaði á að viðbrögðum viðmælenda við ákvörðun Seðlabankans. Rannveig svaraði því að núna væri staðan sú að við myndum bíða og sjá hvort nægt hefði verið gert. Hvort jákvæðu þættirnir í íslensku viðskiptalífi vegi nægilega á móti öðrum. Sigríður Margrét sagði stóru áskorunin vera þessi háa verðbólga sem við búum við og ítrekaði að þessi verðbólga og fasteignamarkaðurinn spila stór hlutverk í komandi kjaraviðræðum. Konráð fór inn á að vaxtaákvarðanir á Íslandi ættu það til að koma meira á óvart en vaxtaákvarðanir í nágrannalöndum.

Gísli Freyr varpaði fram meðal annars fram eftirfarandi spurningum:

  • Hvort stýrivaxtahækkanir hafi verið að skila því sem þeim er ætlað að skila?

  • Hvort hækkanir Seðlabankans hafi verið of brattar?

  • Hvernig förum við inn í kjaraviðræður á næsta ári í umhverfi sem einkennist af heitu hagkerfi, litlu atvinnuleysi, háa vexti, mikla verðbólgu og rýrnandi kaupmátt.

  • Íbúðamarkaðurinn hefur kólnað og hversu hratt má hann hitna aftur?

  • Hvernig sjáum við verðbólguna hjaðna

Upptöku af fundinum má hlusta á í heild sinni á Spotify þar sem hann er aðgengilegur sem þáttur af Þjóðmálum. Hvetjum við áhugasama til að hlusta á þáttinn og heyra svör við þessum spurningum og fleirum sem komu fram á fundinum.87 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page