top of page
  • Writer's pictureFVH

Eins árs afmæli 9,25% stýrivaxta?

Updated: Aug 14


Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans Þjóðmál Erna Rannveig Lilja Gylfi Gísli Freyr fundur

Félag viðskipta- og hagfræðinga, í samstarfi við hlaðvarpsþáttinn Þjóðmál, stendur fyrir hádegisfundi þann 21. ágúst nk. þar sem rætt verður um nýja stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, sem verður birt fyrr um morguninn, og hvaða áhrif stefna Seðlabankans hefur á fasteignamarkaðinn og efnahaginn.


Á fundinum verður því velt upp hvort að þessir háu stýrivextir hafi raunverulega skilað þeim árangri sem þeim var ætlað og hver áhrif þeirra hafi verið á hagkerfið og þá sérstaklega fasteignamarkaðinn. Þá verður gerð tilraun til að spá í framtíðina, hvort stjórnvöld geti haft áhrif á fasteignamarkaðinn án þess að ýta undir verðbólgu, hvort vænta megi lækkunar vaxta í bráð og undir hvaða kringumstæðum hægt verður að lækka aftur stýrivexti hér á landi.


Gestir fundarins eru þau 

  • Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu

  • Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion Banka 

  • Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra

  • Gylfi Gíslason, forstjóri og annar eigandi Jáverks

Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og stjórnandi Þjóðamála, mun stýra umræðum.


Fundurinn verður haldinn í sal Arion banka Borgartúni 19. 

Léttar veitingar fyrir og eftir fund í boði

Félagsfólk FVH greiðir 1.900 kr

Aðrir gestir 7.900 kr




707 views0 comments

Commentaires


bottom of page